Lífið

Púað á Katy Perry

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Katy Perry hlaut afar óblíðar móttökur þegar hún mætti á tískusýningu Moschino á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu rétt fyrir klukkan 21.00 í gærkvöldi.

Hópur af ljósmyndurum hafði safnast saman til að reyna að ná mynd af Katy og bjuggust við henni klukkutíma fyrr. Þegar hún svo loksins mætti voru þeir orðnir ansi pirraðir og púuðu á stjörnuna. 

Komu þessar móttökur Katy í uppnám en samkvæmt heimildarmanni tímaritsins Us Weekly hafði aðili frá tískurisanum Moschino sagt henni að mæta svona seint.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.