Lífið

Vinnur fyrir Vogue og GLAMOUR

Ellý Ármanns skrifar
myndir/einkasafn Elínar og Glamour
Elín Reynisdóttir förðunarmeistari sem búsett er í Dubai ásamt eiginmanni og tveimur börnum hefur unnið við fjölda spennandi verkefna í arabísku furstadæmunum. Elín sem starfaði lengi vel hjá RÚV er eftirsótt sminka hér á landi og ekki síður erlendis þegar kemur að því að farða.

Nú síðast farðaði Elín spænsku fyrirsætuna Gracia De Torres fyrir verkefni sem ber yfirskriftina „Primadonna collection“ fyrir sumar 2014. Tískuþátturinn birtist í Glamour og öllum helstu tískublöðum heims eins og Vogue, Cosmopolitan og Vanity fair að sögn Elínar.


Á setti. Þarna vinnur Elín.
Fór í viðtal fyrir verkefnið



“Ég fékk vinnuna í gegnum umboðsskrifstofuna mína. En ég þurfti samt að fara í smá viðtal fyrst,“ svarar Elín spurð hvernig hún náði að landa þessu verkefni.

Sjáðu útkomuna.
Hefur unnið mestmegnis fyrir sjónvarpsauglýsingar

„Þetta var svo mikil snilld af því að ég er eiginlega bara búin að vera að vinna við sjónvarpsauglýsingar síðan ég kom út,“ segir hún reynslunni ríkari. 

Elín og módelið á ferðinni.
Hverjir unnu með þér að þessum tískuþætti? „Ég vann með Gracia De Torres frá Spáni en restin af starfsfólkinu var frá Ítaliu. Ljósmyndarinn heitir Dino Frittoli,“ útskýrir Elín.

Elín Reynisdóttir og fyrirsætan í góðum gír á setti.


Tengdar fréttir

Stjörnusminka Íslands farðar í rándýrri auglýsingu

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá rómantíska auglýsingu lúxushótelsins Burj Al Arab í Dúbai. Auglýsingin er falleg saga um mann sem ætlar að biðja unnustu sinnar en endinn má sjá þegar horft er á auglýsinguna til enda...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.