Lífið

Þetta finnst Miley Cyrus hafa menntunargildi fyrir börn

Miley Cyrus hefur fljótlega tónleikaferðalag sitt til að fylgja eftir nýjustu plötu söngkonunnar, Bangerz.

Cyrus hefur undanfarið vakið athygli fyrir djarfa sviðsframkomu, fyrir að vera fáklædd í tónlistarmyndböndum og fyrir ögrandi myndatökur, en segir þó í viðtali við Fuse að henni finnist að börn eigi að koma á tónleika hjá sér.

„Þótt að foreldrar séu sennilega ekki sama sinnis, þá held ég að tónleikar hjá mér hafi menntunargildi fyrir börn,“ segir Cyrus í viðtalinu, sem fylgir hér að neðan.

„Allt sem börnum er kennt er svo klippt og skorið, svart og hvítt, sérstaklega í litlum bæjum. Ég er sérstaklega spennt fyrir því að halda tónleika á stöðum þar sem list eins og ég er að gera er ekki samþykkt. Þar sem börn myndu annars ekki læra um svona list eða sjá hana,“ segir Cyrus jafnframt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.