Hafna því að skutlþjónustan sé ólögleg Stefán Árni Pálsson skrifar 10. febrúar 2014 15:02 Einn af stjórnendum Facebook hópsins sem stendur fyrir skutlþjónustu neitar því að starfsemin sé ólöglega. visir/gva - samsett Einn af stjórnendum Facebook hópsins sem stendur fyrir skutlþjónustu neitar því alfarið að um sé að ræða ólöglega starfsemi. Eins og Vísir greindi frá í morgun þá hafði ónefndur leigubílsstjóri samband við fréttastofu í gær og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," sagði bílstjórinn í samtali við Vísi. „Fram kemur í fréttinni um málið að umrædd skutlþjónustu sé ólögleg en því andmæli ég,“ segir einn af stjórnendum hópsins í samtali við Vísi. „Meðlimir hópsins setja inn færslur með símanúmeri sínu á vegg hópsins. Þeir tilkynna hvort þeir séu á ferðinni eða hvort að þeim vanti far. Þeim sem vantar far geta þá hringt í þá sem eru á ferðinni og þeir skutlað viðkomandi.“ „Hinsvegar taka sumir bensínpening fyrir farið. Líklegast telja leigubílstjórar að það sé ólögmæt starfsemi. Þetta er hinsvegar ekki ólögmætt.“ Stjórnandi síðunnar bendir því næst á úrskurð Samgönguráðuneytisins sér til stuðnings. „Þar var á ferðinni svipað dæmi, þegar fólk gat farið inn á vefsíðuna farthegar.is og fundið skutlara til að skutla sér gegn gjaldi. Vafi þótti leika á því hvort að þessi starfsemi félli undir lög um fólksflutninga og farmflutninga og/eða lög um leigubifreiðar.“ Fram kemur í niðurstöðu Samgönguráðuneytisins að umrædd starfsemi hafi ekki verið metin ólögleg. Skjáskot af svæði hópsins.„Ráðuneytið fellst því ekki á það með Vegagerðinni að sá akstur sem um ræðir í máli þessu falli undir leiguakstur samkvæmt lögum nr. 134/2001 þegar ekið er með bifreiðum sem eru fyrir átta farþega eða færri. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um þá starfsemi sem ætlunin er að fari fram á Farþegavefnum, farthegi.is, er ljóst að hún felst fyrst og fremst í að miðla upplýsingum um laust far í einkabifreiðum ökumanna og óskum um far frá væntanlegum farþegum auk aðstoð við greiðslur. Þar sem ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að starfsemi sú sem kærandi hyggst koma á fót telst ekki leigubifreiðaakstur og falli því ekki undir lög um leigubifreiðar nr. 134/2001 er það mat ráðuneytisins að ákvæði 3. gr. laga nr. 134/2001, um skyldu til afgreiðslu á leigubifreiðastöð, koma ekki til álita hvað varðar miðlun farþega á vefnum farthegi.is. Ráðuneytið fellst því á það með kæranda að honum sé heimilt að nota vefinn til miðlunar upplýsinga til farþega eða ökumanna, á takmörkunarsvæðum samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 397/2003.” „Að því sögðu, er óhætt að segja að það sé enginn grunnur fyrir ásökunum leigubílstjóra og alveg út úr kortinu að kalla þetta ólögmæta starfsemi þar sem Facebook-hópurinn er nánast hliðstæða þessarar vefsíðu.“ Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar. Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa." Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektum og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Einn af stjórnendum Facebook hópsins sem stendur fyrir skutlþjónustu neitar því alfarið að um sé að ræða ólöglega starfsemi. Eins og Vísir greindi frá í morgun þá hafði ónefndur leigubílsstjóri samband við fréttastofu í gær og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," sagði bílstjórinn í samtali við Vísi. „Fram kemur í fréttinni um málið að umrædd skutlþjónustu sé ólögleg en því andmæli ég,“ segir einn af stjórnendum hópsins í samtali við Vísi. „Meðlimir hópsins setja inn færslur með símanúmeri sínu á vegg hópsins. Þeir tilkynna hvort þeir séu á ferðinni eða hvort að þeim vanti far. Þeim sem vantar far geta þá hringt í þá sem eru á ferðinni og þeir skutlað viðkomandi.“ „Hinsvegar taka sumir bensínpening fyrir farið. Líklegast telja leigubílstjórar að það sé ólögmæt starfsemi. Þetta er hinsvegar ekki ólögmætt.“ Stjórnandi síðunnar bendir því næst á úrskurð Samgönguráðuneytisins sér til stuðnings. „Þar var á ferðinni svipað dæmi, þegar fólk gat farið inn á vefsíðuna farthegar.is og fundið skutlara til að skutla sér gegn gjaldi. Vafi þótti leika á því hvort að þessi starfsemi félli undir lög um fólksflutninga og farmflutninga og/eða lög um leigubifreiðar.“ Fram kemur í niðurstöðu Samgönguráðuneytisins að umrædd starfsemi hafi ekki verið metin ólögleg. Skjáskot af svæði hópsins.„Ráðuneytið fellst því ekki á það með Vegagerðinni að sá akstur sem um ræðir í máli þessu falli undir leiguakstur samkvæmt lögum nr. 134/2001 þegar ekið er með bifreiðum sem eru fyrir átta farþega eða færri. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um þá starfsemi sem ætlunin er að fari fram á Farþegavefnum, farthegi.is, er ljóst að hún felst fyrst og fremst í að miðla upplýsingum um laust far í einkabifreiðum ökumanna og óskum um far frá væntanlegum farþegum auk aðstoð við greiðslur. Þar sem ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að starfsemi sú sem kærandi hyggst koma á fót telst ekki leigubifreiðaakstur og falli því ekki undir lög um leigubifreiðar nr. 134/2001 er það mat ráðuneytisins að ákvæði 3. gr. laga nr. 134/2001, um skyldu til afgreiðslu á leigubifreiðastöð, koma ekki til álita hvað varðar miðlun farþega á vefnum farthegi.is. Ráðuneytið fellst því á það með kæranda að honum sé heimilt að nota vefinn til miðlunar upplýsinga til farþega eða ökumanna, á takmörkunarsvæðum samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 397/2003.” „Að því sögðu, er óhætt að segja að það sé enginn grunnur fyrir ásökunum leigubílstjóra og alveg út úr kortinu að kalla þetta ólögmæta starfsemi þar sem Facebook-hópurinn er nánast hliðstæða þessarar vefsíðu.“ Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar. Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa." Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektum og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira