Lífið

Jimmy Fallon fær til sín goðsagnir

U2 kemur fram í fyrsta þætti Jimmy Fallon eftir að hann tekur við af Jay Leno.
U2 kemur fram í fyrsta þætti Jimmy Fallon eftir að hann tekur við af Jay Leno. nordicphotos/getty
Brosmildasti þáttastjórnandinn í bandarísku sjónvarpi, Jimmy Fallon tekur við sem stjórnandi þáttarins The Tonight Show af Jay Leno í næstu viku. Hann hefur tilkynnt að nokkur af stærstu nöfnum tónlistarheimsins muni koma fram í fyrstu vikunni.

Hljómsveitin U2 kemur fram í fyrsta þætti Fallons sem er á mánudaginn 17. febrúar. Lady Gaga kemur fram 18. febrúar, Arcade Fire kemur fram 20. febrúar og þá kemur Justin Timberlake fram 21. febrúar.

Jimmy Fallon tekur einnig með sér húshljómsveitina sína, The Roots þannig að gera má fyrir miklu stuði í þáttunum hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.