Lífið

Gabriel Axel látinn

Gabriel Axel
Gabriel Axel AFP/NordicPhotos
Danski leikstjórinn Gabriel Axel, sem leikstýrði meðal annars myndinni Babettes Gæstebud, er látinn.

Hann var 95 ára gamall.

Dóttir Axel, Karin Moerch, sagði í tilkynningu að hann hefði látist á sunnudaginn.

Axel dvaldi löngum stundum í Frakklandi og bjó í Danmörku og leikstýrði fjöldanum öllum af sjónvarpsþáttaseríum og kvikmyndum. Hann lék einnig töluvert í kvikmyndum á ferlinum.

Hann vann Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina, fyrir Babettes Gæstebud (e. Babette's Feast) og varð fyrsti Daninn til að gera það.

Hann skilur eftir sig fjögur börn og átta barnabörn, en eiginkona hans til næstum 50 ára lést árið 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.