Lífið

"Fullkomin og falleg með tíu fingur og tíu tær“

Ellý Ármanns skrifar
Díana Bjarnadóttir, 44 ára stílisti skrifaði eftirfarandi skilaboð á Facebook síðuna sína í dag með myndbandi af nýfæddri stúlku sem hún eignaðist í gær: 



„Má ég kynna litlu dömuna okkar en hún fæddist í gærdag þann 10.02. klukkan 12:10, 14 1/2 merkur, 52 cm. Fullkomin og falleg með tíu fingur og tíu tær. Við erum öll í skýjunum yfir hve dásamleg hún er. Fæðingin gekk vel og Mikael vill að hún sé á brjósti alltaf ;). Hjartans þakkir fyrir fallegar kveðjur.“


Díana á synina Árna Heimi, 26 ára, og Mikael Þór, 3 ára, með sambýlismanni sínum Árna Þór Snorrasyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.