Parið hefur verið að hittast í nokkra mánuði og eru augljóslega ekki á ströngum kúrum alla daga eins og gengur og gerist í glysborginni.
Myndir náðust af Penn og Theron að panta sér skyndibitamat í gegnum "drive thru" lúgu á meðan hinn 53 ára Penn virtist upptekinn í símanum.
Turtildúfurnar eru sjaldan aðskilin og hafa sést mikið saman síðan þau komu tilbaka frá fríi á Hawai í kringum áramótin.
Leikkonan Charlize Theron sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndinni Monster, ættleiddi soninn Jackson árið 2012. Nú virðist sem Penn ætli að sinna hlutverki stjúppabba og eyðir góðum stundum með ástkonunni og barni hennar og líta út fyrir að vera hamingjusöm fjölskylda.

