Lífið

Býður almenningi að skoða verðlaunin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hross í oss hefur unnið 13 verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.
Hross í oss hefur unnið 13 verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. nordicphotos/ap
Kvikmyndin Hross í oss hefur slegið rækilega í gegn á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum undanfarna mánuði en kvikmyndin var frumsýnd í ágúst á síðasta ári. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni.

Eins og kunnugt er hefur kvikmyndin unnið fjölda verðlauna á ferðum sínum um heiminn.

Að því tilefni verður haldin sýning á verðlaunagripunum í húsnæði Kaffifélagsins að Skólavörðustíg 10.

Gripirnir standa þar til sýnis almenningi frá og með fimmtudeginum 13. febrúar fram að Edduverðlauna-hátíðinni  laugardaginn 22. febrúar.

Þar gefst áhugasömum tækifæri til að sjá nýjustu strauma og stefnur í gerð verðlaunagripa á nýrri öld.

Hross í oss  hefur hlotið 13 verðlaun á 10 hátíðum og eins og Benedikt Erlingsson hefur bent á ku það vera 1,3 verðlaun að meðaltali á hverri hátíð.

Hross í oss er enn sýnd í Bíó Paradís  og hefur myndin  nú verið í sýningu í íslenskum kvikmyndahúsum á fimmta mánuð og hafa hátt í 15  þúsund manns  séð hana þegar þetta er skrifað.

Benedikt Erlingsson.visir/daníel
Hér að neðan má sjá lista yfir verðlaunin en gripirnir verða sýndir á  Kaffifélaginu.

Kutxa-New Directors Award, San Sebastian Film festival 2013 .

Best Direktor, Tokyo Film Festival 2013

Prix de la Ville d’Amiens . Amiens Film festival  2013)

Prix d’interprétation feminine ( Best actress) Amiens Film festival 2013)

The Grand Jury Prize Les Arcs festival 2013

The Prize for the Best Music Les Arces Festival 2013

The  Youth prize , Tarragona Film festival 2013

Tridens Competition; Best Film of Feature Debuts, Tallinn Film festival 2013

The International film critics FIPRESCI AWARD, Tallinn Film festival 2013

Best cinameaphotagrafer, Tallinn Film festival 2013

The Audians Prize, Tormsø Film festival 2014

The Dragon award Best Nordic Film, Audience choice. Göteborg filmfest 2014

The International film critics FIPRESCI AWARD,  At the festival of Göteborg 2014






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.