Lífið

Biskup Íslands meðal gesta

Ellý Ármanns skrifar
myndir/Kristinn Svanur
Tvær sýningar voru opnaðar í Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Um var að ræða sýningu á verkum Hildar Ásgeirsdóttur Jónsson sem ber heitið Úr iðrum jarðar. Hildur hefur haldið þrjár einkasýningar hér á landi og fleiri í Bandaríkjunum þar sem hún stundaði nám.

Þá var einnig sýning finnska listamannsins Harro formlega opnuð en markmið sýningarinnar er tvískipt. Annars vegar að kynna Harro hér á landi og framlag hans til samtímalistar og hins vegar að vekja umræður um gagnrýnið inntak verka hans.

Stórglæsilegar nöfnur. Margrét Ásgeirsdóttir og Margrét Jónasdóttir.
 Á sýningu Harro er sjónum beint að popplistaverkum hans frá 1968 til 1972 en þau ollu uppnámi þegar þau voru fyrst sýnd í Finnlandi.

Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir og listamaðurinn Harro.
Glaðir gestir. Sverrir Guðjónsson og Björgólfur Thorsteinsson.
Silfa Þórðardóttir og Olga Olgeirsdóttir.
Dóra Magnúsdóttir, Lára Guðbjörg, Þórdís og Theodór létu sig ekki vanta.
Kristín Helga Ríkharðsdóttir og Ásgeir Pétur Þorvaldsson.
Irma Ertman sendiherra Finnlands á Íslandi og Kari Immonen safnstjóri Listasafnsins í Turku.
Jóhann Torfason, Ármann Reynisson og Ragnhildur Jóhannsdóttir.
Sjá meira um sýningarnar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.