Lífið

Ásdís Olsen blá og marin

Ellý Ármanns skrifar
Ásdís keppti á skíðum árin 1977 -1981.
Ásdís keppti á skíðum árin 1977 -1981. mynd/einkasafn
Ásdís Olsen fyrirlesari, fjölmiðlakona og aðjúnkt við Háskóla Íslands er nýkomin heim til Íslands frá Saalbach í Austurríki þar sem hún var í fríi ásamt 32 skíðakempum en Ásdís var margfaldur Íslandsmeistari og landsliðskona á skíðum á sínum yngri árum.

Eins og sjá má á myndinni datt Ásdís illa. Hún brákaði rifbein, fékk heilahristing og marðist illa í andliti. Sauma þurfti augnlokið á vinstra auga hennar. Slysið atvikaðist þannig að Ásdís og skíðamaður rákust á hvort annað á fullri ferð í brekkunni. Um harðan árekstur var að ræða. Þyrla sótti Ásdísi og flutti hana á gjörgæslu en skíðamaðurinn slapp naumlega með rispur í andliti.

Hjálmurinn bjargaði Ásdísi

„Í huga mínum er ég enn sextán og öruggari á skíðun en í skóm. Ég þrjóskaðist því lengi við að fá mér hjálm og skíðaði allan síðasta vetur hjálmlaus. Ef ég hefði lent í þessum árekstri í fyrra væri ég ekki lifandi núna. Hjálmurinn bjargði lífi mínu og nú hvet ég alla til að vera með hjálm í brekkunum,“ segir Ásdís.

Spurð um líðan hennar í dag svarar Ásdís brosandi: „Ég er næstum gróin en ég finn enn fyrir svima og hausverk. Ég fer mér hægt í nokkra daga - þurfti hvort sem er að læra að hægja á mér.“







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.