Lífið

Systir Juliu Roberts dáin

Ugla Egilsdóttir skrifar
Julia Roberts.
Julia Roberts.
Nancy Motes, hálfsystir leikkonunnar Juliu Roberts, fannst látin á sunnudaginn. Svo virðist sem of stór skammtur af eiturlyfjum hafi verið banameinið hennar. Nancy var 37 ára gömul, og var yngsta systir Juliu og Eric Roberts sem eru bæði leikarar. Nancy var einnig leikkona, en ferill hennar fór aldrei almennilega af stað.

Hún glímdi við offitu og þunglyndi og talaði opinberlega um offitu sína, en hún gekkst undir hjáveituaðgerð árið 2010.

Nancy fannst á baðherbergisgólfinu heima hjá sér. Hún verður krufin í dag og verið er að rannsaka dauða hennar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.