Lífið

Tvíburar hjá Jordan

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Körfuboltakappinn Michael Jordan og eiginkona hans Yvette Prieto eignuðust eineggja tvíburadæturnar Victoriu og Ysabel á sunnudaginn.

„Yvette og börnunum heilsast vel og fjölskyldan er í skýjunum,“ segir talskona hjónanna.

Michael og Yvette hittust á næturklúbbi í Miami fyrir sex árum og giftu sig í apríl í fyrra. Michael á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Juanitu Vanoy - soninn Jeffrey, 25 ára, soninn Marcus, 22ja ára og dótturina Jasmine, 21 árs. Juanita og Michael skildu árið 2006 eftir sautján ára hjónaband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.