Lífið

Tekur upp tónlistarmyndband með raunveruleikastjörnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Lady Gaga er búin að ráða stjörnurnar í raunveruleikaþættinum Real Housewives of Beverly Hills til að leika í nýjasta tónlistarmyndbandi sínu. Að öðru leyti hvílir mikil leynd yfir myndbandinu.

Stjörnurnar í þáttunum eru þær Lisa Vanderpump, Kyle Richards, Kim Richards, Brandi Glanville, Yolanda Foster, Joyce Giraud de Ohoven og Carlton Gebbia.

Lafðin er mikill aðdáandi þáttanna en sjónvarpsstöðin Bravo hefur framleitt svipaða þætti í New York, Atlanta, New Jersey, Washington, Miami og Kaliforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.