Lífið

Ragnheiður Elín tekur sjálfsmynd

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mikið stuð var í bás Nýherja í lok föstudags á UTmessunni. Þar gafst fólki kostur á að að prófa sýndargleraugu, skoða sýndarprentara og prófa nýjan Gæðing, nýkominn úr Skagafirði.

Í meðfylgjandi myndbroti má sjá Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, veita Rakeli Sölvadóttur hjá Skemu UT-verðlaunin. Að því loknu tóku stöllurnar af sér sjálfsmynd sem er afar vinsælt um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.