Lífið

Varaforsetar bregða á leik

Joe Biden og Julia Louis-Dreyfus
Joe Biden og Julia Louis-Dreyfus AFP/NordicPhotos
Julia Louis-Dreyfus og varaforseti Bandaríkjanna Joe Biden stilltu sér upp í myndatöku í opinberum kvöldverði sem haldinn var til heiðurs forseta Frakklands, Francois Hollande í gær. 

Julia Louis-Dreyfus var spurð af blaðamanni hvað henni hefði fundist skemmtilegast við kvöldið og hún svaraði: „Sérðu hjá hverjum ég sit,“ og benti á Biden sem tók vel í grínið.

Louis-Dreyfus leikur í HBO-þáttunum Veep, en hún leikur hlutverk varaforseta Bandaríkjanna, Selinu Meyer og því þótti uppátækið sérstaklega skemmtilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.