Lífið

Aðdáendur Jacksons fá skaðabætur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Dómstóll í Orleans í Frakklandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að fimm aðdáendur tónlistarmannsins Michaels Jacksons heitins hafi náð að sanna að þeir hafi hlotið tilfinningalegan skaða við andlát stjörnunnar. Fengu aðdáendurnir eina Evru í skaðabætur hver, rúmlega 150 krónur.

Þessir fimm aðdáendur voru meðal 34 aðdáenda sem kærðu lækninn Conrad Murray sem var valdur að dauða poppstjörnunnar. Aðdáendurnir voru allir meðlimir í aðdáendaklúbbi í Frakklandi.

Að sögn franska lögmannsins Emmanuel Ludot ætla aðdáendurnir fimm ekki að leysa út skaðabæturnar sínar heldur vilja þeir að almenningur líti á þessa aura sem tákn. Þá vonast þeir eftir því að þeir fái að heimsækja gröf goðsins í Los Angeles sem er lokuð almenningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.