Lífið

Varð gjaldþrota árið 2009

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Rihanna segir frá því í nýjum lagaskjölum að hún hafi orðið gjaldþrota í lok árs 2009. Hún kennir „heimskum bókurum“ um það að auðæfi hennar hafi orðið að engu.

Rihanna heldur því fram að hún hafi átt ellefu milljónir dollara í byrjun árs 2009, rúman milljarð króna. Í lok árs átti hún hins vegar bara tvær milljónir dollara vegna ákvarðana bókara sinna.

Rihanna gafst ekki upp og hefur náð sér vel eftir þetta áfall. Er hún metin á 43 milljónir dollara í dag, tæpa fimm milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.