Lífið

Barnabarn Elvis Presley í tökum á Íslandi

Álfrún Pálsdóttir skrifar
María Ellingsen, Mr. Silla, Riley Keough og Ragnar Kjartansson
María Ellingsen, Mr. Silla, Riley Keough og Ragnar Kjartansson
Ísland leikur lykilhlutverk í stuttmyndinni Spark and Light eftir leikstjórann So Yong Kim. Barnabarn Elvis Presley, fyrirsætan og leikkonan Riley Keough, dóttir Lisu Marie Presley er í aðalhlutverki í myndinni sem tekin var upp hér á landi. 

Íslenskir leikarar og tónlistarfólk leika einnig hlutverk í myndinni en þar má meðal annars sjá Mariu Ellingsen, Ragnar Kjartanson, Sjón og Mr. Sillu bregða fyrir.

Um er að ræða stuttmynd sem var fjármögnuð af tískuhúsinu Prada sem hluti af verkefni þar sem þeir gera kvenkyns leikstjórum hátt undir höfði.  Allir leikarar klæddust sumarlínu Miu Miu, sem er í eigu Prada, en tískuhúsið nýtir sér svo stuttmyndina til að auglýsa fatnaðinn. 

Sminkan Steinunn Þórðardóttir sá um förðun í myndinnni sem hún segir hafa verið mjög skemmtilegt verkefni.

„Þetta var mjög flott verkefni. Allir voru í klæðnaði frá Miu Miu og meira að segja leikmyndin, veggfóðrið, púðar og teppi, voru í Miu Miu munstrum. Það komu töluvert af hönnuðum frá Prada til að sjá um fötin væru í lagi. Ég hélt að ég væri bara að fara að sminka fyrir bandaríska stuttmynd en mætti svo bara í íþróttagallanum í mátun beint í fangið á Pradahönnuðum. Mjög smart.“ „“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.