Lífið

Jákvæðni og trú á sjálfri mér er algjör nauðsyn

Ólöf Steingrímsdóttir, 31 árs nemandi í frumgreinanámi við Háskólann í Reykjavík æfir nú stíft fyrir módelfitness.  Hún sýnir hér armréttu fyrir þríhöfða í myndskeiði neðar í grein.

„Ég er í þjálfun hjá Margréti Gnarr og æfi sex daga vikunnar eftir æfingaplani frá henni.  Ég er svo ánægð hjá henni í þjálfun en hún er ótrúlega vel lesin um allt tengt fitness og almennu heilbrigði og hún er ótrúlega flott fyrirmynd.  Svo reyni ég að fara alla virka daga í 45 mínútna brennslu áður en ég fer í skólann. Ég var í fimleikum sem barn og unglingur og bý að því enn í dag,“ segir Ólöf spurð um undirbúninginn fyrir keppnina sem fer fram í vetur.

En þegar kemur að mataræðinu? „Mataræðið skiptir öllu máli þegar kemur að fitness og er í raun stærsti parturinn af þessu. Ef þú ert ekki að fá góða næringu þá hefur þú þar af leiðandi enga orku til að framkvæma æfingarnar. Að vísu þá verður mataræðið svolítið einhæft stundum og mér líður eins og ég borði ekkert nema kjúklingabringur og fisk en það er alls ekki þannig svo hef ég alltaf úrval af Walden Farm sósum til að gera matinn bragðbetri.“ 

„Jákvæðni og trú á sjálfri mér er algjör nauðsyn. Maður er að keppast við að ná ákveðnum markmiðum og stundum líður manni eins og ekkert sé að gerast en þá er algjör nauðsyn að vera í góðum tengslum við andlegu hliðina sína og geta lyft sjálfum sér upp með jákvæðni,“ segir Ólöf. 

„Það er nauðsynlegt að rækta sjálfa sig og elska. Ég mun keppa á bikarmótinu í nóvember sem er IFBB mót en ég er algjör nýgræðingur í þessu sporti svo ég ákvað að leggja allt í þetta og gefa mér hellings undirbúningstíma. Ég keppi í módelfitness í -163 flokknum.   Keppnisbakgrunnur minn er allur úr fimleikunum. Ég vann til margra verðlauna þar og ég vona að sú reynsla geti nýst mér núna í dag í módelfitness. Ég er svo þakklát því ég hef ég fengið aðila sem hafa trú á mér og vilja styrkja mig í gegnum þetta eins og Fitness sport, Hár & Dekur, Snyrtistofan Dagmar og Sahara ljósastofan.“

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.