Lífið

Kristín Soffía Jónsdóttir prýðir forsíðu Lífsins á föstudaginn



Kristín Soffía Jónsdóttir
er í forsíðuviðtali við fylgiblað Fréttablaðsins, Lífið, á morgun.

„Það er eiginlega dálítið fyndið að segja frá því hvernig ég byrjaði í pólítík. Ég hætti að reykja í október 2008 og það tók svolítið á og ég varð dálítið skapstygg eins og gengur. Svo hrundi Ísland sem bætti ekki úr skák. Til þess að vinna úr allri þessari gremju þá fór ég að hlaupa, með vinkonu minni. Við hlupum Sæbrautina þvera og endilanga, framhjá bönkunum og enduðum oft við Skarfabakka, gegnt Viðey, þar sem við áttum það til að öskra á Friðarsúluna," rifjar Kristín Soffía upp, en hún var á þessum tíma aðstoðarkennari í Háskólanum í stærðfræði meðfram námi. 

„Ég keypti mér íbúð 2004 á 100% verðtryggðu láni og var að láta krakkana reikna út hvað væri að verða um þetta lán. Einhvern daginn var ég orðin nokkuð tryllt yfir þessari verðbólgu og frekar svartsýn á framhaldið og ég hringdi í pabba og er að ausa úr skálum reiði minnar yfir hann. Hann svaraði mjög rólegur að það væri þarna fundur á Hallveigarstíg sem Samfylkingin væri að halda og ég ætti bara að drífa mig. Þannig að ég skokkaði þarna inn, þekkti engann, set mig á mælendaskrá, fer upp í pontu og bara bilast. Og segi þeim að þeir geti nú bara verið ánægðir að fólk sé ekki að fatta hversu slæmt ástandið sé, því þá væru menn að kveikja í strætisvögnum. Eftir það kippti Dagur mér inn og ég hef ekkert litið tilbaka síðan,“ segir Kristín, og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.