Lífið

Nýtt myndband frá hljómsveitinni Highlands

Úr tökum á myndbandinu. Efri röð frá vinstri: Emil Moravek, Eyjólfur ljósamaður, Anna Maggý stílisti, Sigríður framleiðandi, Ellen leikstjóri, Þorsteinn tökumaður, Karin söngkona og Hrefna framleiðandi. Neðri röð frá vinstri: Tobbi leikstjóri, Haraldur leikari, Hera Hilmars leikari og Logi Pedro rokkari.
Úr tökum á myndbandinu. Efri röð frá vinstri: Emil Moravek, Eyjólfur ljósamaður, Anna Maggý stílisti, Sigríður framleiðandi, Ellen leikstjóri, Þorsteinn tökumaður, Karin söngkona og Hrefna framleiðandi. Neðri röð frá vinstri: Tobbi leikstjóri, Haraldur leikari, Hera Hilmars leikari og Logi Pedro rokkari.
Hljómsveitin Highlands tók upp sitt fyrsta myndband við lagið Hearts á dögunum en sveitin er skipuð þeim Loga Pedro Stefánssyni úr Retro Stefson og Karin Sveinsdóttur

„Þetta er fyrsta lagið sem bandið gefur út og það heitir Hearts. Í Retro Stefson leggjum við mikið upp úr myndbandagerð og það sama er uppi á teningnum með Highlands,“ segir Logi Pedro. 

Myndbandið er væntanlegt í febrúar ásamt þremur nýjum lögum frá sveitinni. 

Þorbjörn Ingason og Ellen Loftsdóttir, stofnendur Narvi Creative, leikstýra.

Hér að neðan má bera dýrðina augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.