Lífið

Skilnaðurinn lagði mig í rúst

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Skilnaðurinn lagði mig í rúst. Þetta var eiginlega verra en það,“ segir leikkonan Robin Wright um skilnaðinn við leikarann Sean Penn í Telegraph. Robin og Sean eiga tvö börn saman, Dylan, 22ja ára og Hopper, 20 ára.

„Ein af ástæðunum fyrir því að við hættum svona mikið saman en tókum aftur saman var að við vorum að reyna að halda fjölskyldunni saman. Ef þú átt börn áttu fjölskyldu og maður reynir og reynir. Við gerðum það í langan tíma.“

Sean og Robin voru saman í tuttugu ár og gift í fjórtán en þau skildu árið 2010. Robin er nú með leikaranum Ben Foster en þau kynntust á setti kvikmyndarinnar Rampart árið 2011. Hann bað hennar fyrr á þessu ári en hann bauð henni á ljóðalestur á fyrsta stefnumóti.

„Mér hafði aldrei verið boðið á stefnumót í lífinu. Aldrei. Ég var gift allt mitt líf og jafnvel fyrir það bauð enginn mér út,“ segir Robin.

Robin og Ben.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.