Lífið

Lítill drengur eignast vini á Facebook

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Colin er tíu ára bandarískur drengur sem er einhverfur. Móðir hans Jennifer ákvað að halda uppá ellefu ára afmælið hans en Colin sagði henni að sleppa því þar sem að hann átti enga vini til að bjóða.

Móðir hans tók þetta ekki í mál og ákvað að koma syni sínum á óvart. Hún bjó til Facebook-síðu, sem hún leyndi fyrir honum, þar sem hún bað ókunnuga um að senda honum afmælisskilaboð. Þetta plan móður hans virkaði og síðan hún stofnaði síðuna 2. febrúar hefur síðan fengið rúmlega milljón „like“ á Facebook.

Aðdáendur Colins hafa verið duglegur að senda honum kveðjur og tók meira að segja körfuboltaliðið Harlem Globetrotters sig til og bauðst til að halda afmælisveislu fyrir Colin í apríl en Colin á afmæli 9. mars. Það er því ekkert Íslendingum til fyrirstöðu að senda honum kveðju á Facebook.

Móðir Colins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.