Lífið

Kyssast á frumsýningu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Johnny Depp, 50 ára, mætti með unnustu sinni, leikkonunni Amber Heard, 27 ára, á frumsýningu myndarinnar 3 Days to Kill í Los Angeles í gærkvöldi.

Parið hefur ávallt verið mjög spart á alúðina á almannafæri en Johnny notaði tækifærið á rauða dreglinum og smellti kossi á sína heittelskuðu.

Johnny bað Amber fyrir stuttu en hann var áður með leikkonunni Vanessu Paradis. Þau eiga saman tvö börn, dótturina Lily-Rose, sem er fjórtán ára og Jack, sem er ellefu ára.

Johnny og Amber munu deila hvíta tjaldinu seinna á þessu ári í myndinni London Fields. Meðal annarra leikara í myndinni eru Billy Bob Thornton og Jim Sturgess.

Glæsilegt par.Vísir/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.