Lífið

Edrú kynlíf ógnvekjandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórleikarinn Colin Farrell, 37 ára, opnar sig um lífið eftir meðferð í nýjasta hefti tímaritsins Elle. 

Colin fór í meðferð árið 2005 og er á lausu. Hann segir það hafa verið skrýtið að stunda kynlíf fyrst eftir að hann varð edrú.

„Ég naut ásta með konu tveimur og hálfu ári eftir að ég varð edrú og það var ein mest ógnvekjandi stund í mínu lífi. Það var um eftirmiðdaginn. Það var dregið frá. Það var yndislegt og til að vera grófur verð ég að segja að við vorum ekki að ríða. Hún var mjög nærgætin. En þetta var ógnvekjandi. Því ég var vanur því að vera fullur og stunda kynlíf í myrkum herbergjum, á klúbbum eða á baðherbergjum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.