Lífið

Fyrirlestur um Van Damme á Íslandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
ÍMARK-dagurinn, Íslenski markaðsdagurinn, verður haldinn næsta föstudag með ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu.

Meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefnunni er Martin Ringqvist, hönnunarstjóri og meðeigandi hjá auglýsingastofunni Forsman & Bodenfors í Gautaborg í Svíþjóð.

Stofan á heiðurinn af Volvo-herferðinni með vöðvabúntinu Jean-Claude Van Damme í aðalhlutverki þar sem hann tekur splitt á milli tveggja trukka. Auglýsingin hefur farið sigurför um heiminn og mun Martin fjalla ítarlega um herferðina á ÍMARK-deginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.