Lífið

Helga Sigríður opnar sýningu í Flóru á Akureyri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Opnar sýningu á með nýjum verkum í Flóru á Akureyri á laugardaginn.
Opnar sýningu á með nýjum verkum í Flóru á Akureyri á laugardaginn. MYND/ÁGÚST ÞÓR BJARNASON
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýningu á með nýjum verkum í Flóru á Akureyri laugardaginn  22. febrúar klukkan tvö.

Sýningin nefnist Þræðir. Helga Sigríður er fædd á Akureyri árið 1975. Hún útskrifaðist úr VMA af myndlista- og handíðabraut og er með diplóma í myndlist frá Myndlistaskólanum á Akureyri.

Helga hefur tekið þátt í samsýningum Myndlistarfélagsins og haldið nokkrar einkasýningar og þetta er hennar sjöunda einkasýning.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til laugardaga kl. 12-16. Sýningin stendur til laugardagsins 10. maí 2014.

Flóra er verslun, viðburðarstaður og vinnustofa. Flóra býður upp á vörur úr íslenski og þýskri menningarflóru, viðburði og sýningar en Flóra er til staðar Hafnarstræti 90, í miðbæ Akureyrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.