Lífið

Margrét Gnarr syngur og borðar á sama tíma

Ellý Ármanns skrifar
Margrét Edda Gnarr, sem undirbýr sig þessa dagana fyrir Arnold Classic fitnessmótið sem fram fer í Ohio í lok febrúar, hélt upp á 25 ára afmælið sitt í gær. Hún söng afmælissönginn fyrir sjálfa sig með kórónu á höfði á meðan hún fékk sér afmælistertu.

Við heyrðum í afmælisstelpunni og spurðum hvort hún mætti leyfa sér að borða tertu korter í mót? „Já, ég fæ nammidag einu sinni í viku og má þá leyfa mér að „svindla“.  Mér finnst mikilvægt að hafa einn svona dag í viku. Það hjálpar mér að komast í gegnum vikurnar en ég er á mjög ströngu mataræði sex daga vikunnar. Á nammidögum borða ég hollt yfir daginn bara eins og ég geri vanalega og ef mig langar í eitthvað eins og köku þá má ég leyfa mér það. Þetta var þó seinasti nammidagur fyrir mót. Þetta var án efa besta afmælisveisla hingað til,“ svarar Margrét.

„Allir mínir bestu vinir komu, æskuvinkonur, fitnessvinkonur, fjölskylda og svo fengu voffarnir mínir auðvitað að vera með. Þegar ég er í niðurskurði þá á ég það til að einangra mig frá öllu félagslífi og ég var ekki búin að hitta uppáhalds fólkið mitt í svolítinn tíma þannig að þetta var yndislegur dagur,“ segir Margrét spurð hvernig afmælisdagurinn hennar var.


Hér má sjá heimsmeistarann taka lagið og snæða á sama tíma:








Fleiri fréttir

Sjá meira


×