Lífið

Vilhjálmur vill farga fílabeinsgripum

Ugla Egilsdóttir skrifar
Vilhjálmur Bretaprins er mikill dýravinur.
Vilhjálmur Bretaprins er mikill dýravinur.
Vilhjálmur prins vill að öllum gripum konungsfjölskyldunnar úr fílabeini verði fargað, en hann er mikill andstæðingur fílaveiðiþjófnaðar. Á meðal fílabeinsgripa í eigu fjölskyldunnar er hásæti úr fílabeini frá Indlandi.

Þetta var haft eftir apafræðingnum Jane Goodall, sem sagði Vilhjálm hafa greint henni frá þessari afstöðu sinni. Jane er þekkt fyrir 45 ára rannsóknir sínar á félagslífi simpansa.

Talsmenn Kensingtonhallar segjast ekki gefa neitt út á einstaka fullyrðingar í einkasamtölum. Þó koma þessar fréttir í kjölfar þess að Karl Bretaprins er sagður hafa beðið um að gripir úr fílabeini sem voru til sýnis á heimili hans verði teknir úr augsýn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.