Lífið

Kebabstaður til heiðurs drottningu

Ugla Egilsdóttir skrifar
Elísabetu Bretadrottningu verður boðið upp á ókeypis kebab ef hún mætir.
Elísabetu Bretadrottningu verður boðið upp á ókeypis kebab ef hún mætir.
Hussain Ibrahim áttaði sig skyndilega á því á miðjum aldri að ævistarf hans sem eigandi kebabstaðarins Petra speglaði ást hans á Bretadrottningu ekki nægilega vel. Hann skipti því um nafn á búðinni, sem heitir núna The Queen, og það eru myndir af Elísabetu Bretadrottningu á öllum gluggum. Þetta útlit búðarinnar er langtum konunglegra en hið fyrra að mati Hussain. Hann segir að drottningin hafi lagt mikið á sig fyrir þegna Bretlands og hann vill launa henni ómakið.

Afstaða Kensingtonhallar gæti stefnt tilvist búðarinnar í hættu. Talsmaður hallarinnar sagði að ekki mætti nota myndir af konungsfjölskyldunni sem söluvöru í leyfisleysi. Hussain gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann verði hann færður fyrir rétt vegna málsins, en honum finnst hann ekki hafa brotið neitt af sér.

Kebabstaðurinn er á Chingford Mount Road í Waltham Forest í Austur-London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.