Lífið

Keypti málverk á fimm hundruð milljónir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Harry Styles, meðlimur strákasveitarinnar One Direction, 20 ára, er mikill fagurkeri og fjárfesti nýlega í málverki eftir listamanninn Jean-Michael Basquiat heitinn. Greiddi hann 4,4 milljónir dollara fyrir verkið, tæplega fimm hundruð milljónir króna.

„Harry er mikill listunnandi og lítur á listaverkasöfnun sem góða leið til að græða peninga,“ segir vinur goðsins.

„Hann á nú þegar málverkasafn sem metið er á eitthvað í kringum 240 þúsund dollara en það er ekkert í samanburði við þessi kaup,“ bætir vinurinn við.

Rapparinn Jay-Z kynnti Harry fyrir verkum Basquiat og leiðbeindi honum að fjárfesta í list.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.