Lífið

Prófaði alsælu og sat fyrir í karlatímariti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Melissa Joan Hart var sveipuð ímynd góðu stúlkunnar er hún ólst upp í sviðsljósinu í Hollywood. Hún er hvað þekktust fyrir túlkun sína á Sabrinu, táningsnorninni.

Í viðtali við Giuliana Rancic sem fer í loftið í nótt á sjónvarpsstöðinni E! segist Melissa hafa gert fjöldan allan af mistökum. Hún gerði ein af þessum mistökum kvöldið áður en hún fór í myndatöku fyrir tímaritið Maxim. Þá ákvað hún og vinir hennar að fara í partí í Playboy-setrinu hjá Hugh Hefner.

„Ég átti að vera á nærfötunum og var örlítið feimin vegna myndatökunnar. Ég endaði á því að nota alsælu og fara á limósínu í mitt fyrsta teiti í Playboy-setrinu,“ segir Melissa sem sá eftir því daginn eftir.

„Ég hafði aldrei setið fyrir í karlatímariti áður. Ég fattaði ekki hve mikil vinna færi í eina myndatöku.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.