Lífið

Eiga von á barni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rokkarinn Pete Wentz opinberaði það á Instagram í gær að hann ætti von á barni með kærustu sinni Meagan Camper

„Við erum mjög spennt yfir því að tilkynna að við eigum von á barni,“ skrifar Pete við myndina þar sem parið sést kyssast. Þá snertir Pete maga kærustu sinnar ljúflega á myndinni en þau eru búin að vera saman í tæplega þrjú ár.

Pete á fyrir soninn Bronx, fimm ára, með fyrrverandi konu sinni Ashlee Simpson. Þau skildu árið 2011 eftir þriggja ára hjónaband.

Ashlee trúlofaðist kærasta sínum, Evan Ross, í síðasta mánuði.

Kærustuparið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.