Íslenski boltinn

Ómar missir af tímabilinu í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Markvörðurinn Ómar Jóhannsson spilar ekki með Keflavík í Pepsi-deildinni í sumar vegna erfiðra axlarmeiðsla sem hafa verið að há honum.

Þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net í dag. Ómar missti af hluta síðasta tímabils vegna meiðslanna en nú er ljóst að hann þarf að fara í stóra aðgerð á öxlinni.

„Það eru einhverjar skemmdir í beini,“ sagði Ómar. „Sérfræðingar hafa sagt mér að ég megi láta reyna á þetta en þegar maður hefur farið oft úr axlarlið er takmarkað hvað maður getur staðið lengi í því.“

Ómar segist ekki vera hættur í fótbolta en hann hefur starfað við þjálfun hjá yngri flokkum Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×