Afstaða utanríkisráðherra veldur miklum vonbrigðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2014 13:22 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt hjá utanríkisráðherra að um ekkert sé að semja við Evrópusambandið. Skynsamlegast sé að ljúka aðildarviðræðum og leggja samning í þjóðaratkvæði. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir furðulegt að utanríkisráðherra lýsi því yfir að væntanleg skýrsla aðila vinnumarkaðrins um Evrópusambandið verði ómarktæk. Afstaða ráðherra valdi miklum vonbrigðum. Skynsamlegast sé að leiða evrópumálin til lykta með samningi og rangt að ekki sé um neitt að semja.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann gæti ekki séð að sú skýrsla sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta Alþjóðastofnun Háskólans gera um stöðu evrópumál, hafi nokkur áhrif á það sem stjórnvöld væru að gera. Enda væri sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þessi ummæli furðuleg. „Í fyrsta lagi er alveg ljóst að það er engin einsleit afstaða til aðildar að Evróðusambandinu innan Samtaka atvinnulífsins. Það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu,“ segir Þorsteinn. Markmiðið með gerð skýrslunnar sé fyrst og fremst að fá greinargóða úttekt á stöðu viðræðnanna og stjórnvöldum hafi verið boðið samstarf í þeim efnum sem þau hafi hafnað. Meta þurfi hver möguleg niðurstaða viðræðna gæti orðið og hvaða möguleikar aðrir kunni að vera í stöðunni. „En það er af og frá að frá okkar hendi sé einhvers konar pöntuð niðurstaða og lýsir kannski frekar viðhorfi ráðherra til slíkra skýrslna en okkar,“ segir framkvæmdastjórinn.En hvað segir það um samskipti aðila vinnumarkaðrins við stjórnvöld ef þau eru búin að ákveða fyrirfram að ykkar innlegg í þessa umræðu sé ekki þess virði að hlusta á það? „Það veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorsteinn. Samtök atvinnulífsins hafi þá stefnu að skynsamlegast sé að leiða málið til lykta með samningi sem síðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé ekkert í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti þeirri afstöðu. Það sé skynsamlegast til að fá niðurstöðu í málið. Það sé rangt hjá utanríkisráðherra að það sé ekki um neitt að semja. „Eins og alltaf hefur legið fyrir í aðildarviðræðum sem þessum þá eru þrír möguleikar uppi. Það er að laga sig að regluverki Evrópusambandsins, að fá tímabundna undanþágu frá slíku regluverki og svo aftur að semja einhverjar nýjar reglur sem snúa þá sérstaklega að ríkum hagsmunum nýs aðildarríkis. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi og kemur fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar),“ segir Þorsteinn. Engin rök séu fyrir því að slíta viðræðum nú og að minnsta kosti sjálfsagt að bíða skýrslu aðila vinnumarkaðrins sem væntanleg sé í apríl. „Það er ekkert í þessu máli sem hastar svo að ekki sé hægt að bíða eftir henni líka. Ég held að það sé mikilvægt að vandað sé til umræðunnar um framhaldið og ég treysti því að stjórnvöld vilji hafa gott samstarf við atvinnulífið um næstu skref í þessu mikilvæga máli,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir furðulegt að utanríkisráðherra lýsi því yfir að væntanleg skýrsla aðila vinnumarkaðrins um Evrópusambandið verði ómarktæk. Afstaða ráðherra valdi miklum vonbrigðum. Skynsamlegast sé að leiða evrópumálin til lykta með samningi og rangt að ekki sé um neitt að semja.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann gæti ekki séð að sú skýrsla sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta Alþjóðastofnun Háskólans gera um stöðu evrópumál, hafi nokkur áhrif á það sem stjórnvöld væru að gera. Enda væri sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þessi ummæli furðuleg. „Í fyrsta lagi er alveg ljóst að það er engin einsleit afstaða til aðildar að Evróðusambandinu innan Samtaka atvinnulífsins. Það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu,“ segir Þorsteinn. Markmiðið með gerð skýrslunnar sé fyrst og fremst að fá greinargóða úttekt á stöðu viðræðnanna og stjórnvöldum hafi verið boðið samstarf í þeim efnum sem þau hafi hafnað. Meta þurfi hver möguleg niðurstaða viðræðna gæti orðið og hvaða möguleikar aðrir kunni að vera í stöðunni. „En það er af og frá að frá okkar hendi sé einhvers konar pöntuð niðurstaða og lýsir kannski frekar viðhorfi ráðherra til slíkra skýrslna en okkar,“ segir framkvæmdastjórinn.En hvað segir það um samskipti aðila vinnumarkaðrins við stjórnvöld ef þau eru búin að ákveða fyrirfram að ykkar innlegg í þessa umræðu sé ekki þess virði að hlusta á það? „Það veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorsteinn. Samtök atvinnulífsins hafi þá stefnu að skynsamlegast sé að leiða málið til lykta með samningi sem síðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé ekkert í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti þeirri afstöðu. Það sé skynsamlegast til að fá niðurstöðu í málið. Það sé rangt hjá utanríkisráðherra að það sé ekki um neitt að semja. „Eins og alltaf hefur legið fyrir í aðildarviðræðum sem þessum þá eru þrír möguleikar uppi. Það er að laga sig að regluverki Evrópusambandsins, að fá tímabundna undanþágu frá slíku regluverki og svo aftur að semja einhverjar nýjar reglur sem snúa þá sérstaklega að ríkum hagsmunum nýs aðildarríkis. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi og kemur fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar),“ segir Þorsteinn. Engin rök séu fyrir því að slíta viðræðum nú og að minnsta kosti sjálfsagt að bíða skýrslu aðila vinnumarkaðrins sem væntanleg sé í apríl. „Það er ekkert í þessu máli sem hastar svo að ekki sé hægt að bíða eftir henni líka. Ég held að það sé mikilvægt að vandað sé til umræðunnar um framhaldið og ég treysti því að stjórnvöld vilji hafa gott samstarf við atvinnulífið um næstu skref í þessu mikilvæga máli,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira