Lífið

Egill Gillzenegger bjargar mannslífi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
„Þetta var viðbjóðir og ég var alveg stjarfur. Það var einhver smá bandspotti í mér, þetta var örugglega kolólöglegt,“ segir Auðunn Blöndal sem var hætt kominn við gerð þessa atriðis hér að ofan. Honum er þó bjargað á fágaðan hátt af góðum vini sínum, Agli Gilz Einarssyni.

Auðunn segist ekki vera lofthræddur. „Ég var lofthræddur en það hefur skánað í seinni tíð." Spurður út í hvort hann kalli Egil, Þykka eða Stóra G, segist Auðunn kalla hann bara Egil.

Atriðið er úr kvikmyndinni Lífsleikni Gillz sem frumsýnd var 7. febrúar síðastliðinn. Í myndinni fræðir Egill Íslendinga um hvað má og hvað ekki.

Í myndinni er fylgst með hinum ýmsu rasshausum, eins og Egill kallar þá, tækla lífið og klúðra öllu í kringum sig í dæmisögum þar sem Egill bjargar málunum fyrir rest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.