Lífið

"Ég elska hana svo mikið að það drepur mig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sjónvarpskonan Ellen DeGeneres kom út úr skápnum fyrir sautján árum síðan. Um tíma einangraðist hún frá heiminum og fékk ekki mikið að gera í sjónvarpsbransanum. Nú er hún hins vegar á grænni grein og þakkar eiginkonu sinni, leikkonunni Portiu de Rossi, fyrir það.

„Ég elska hana svo mikið að það drepur mig,“ segir Ellen í viðtali við tímaritið People en þær giftu sig árið 2008. Slúðurblöðin hafa sagt frá því að undanförnu að brestir séu í hjónabandi þeirra en Ellen segir það af og frá.

„Sannleikurinn er, og þetta er væmið, að ég verð ástfangnari af Portiu sí og æ. Í alvörunni. Hún kemur mér sífellt á óvart.“

Á brúðkaupsdaginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.