Lífið

Hermir eftir hjartaknúsara

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Kristen Wiig var gestur Jimmy Fallon í gærkvöldi en hún var nánast óþekkjanleg. 

Kristen brá sér í líki hjartaknúsarans Harry Styles úr strákasveitinni One Direction og var sláandi lík kauða eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.

Kristen var þó ekki með allar staðreyndir um Harry á hreinu þannig að viðtalið var vægast sagt sprenghlægilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.