Lífið

Jafnar sig eftir bakaðgerð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Carey Hart, eiginmaður söngkonunnar Pink, er á batavegi eftir bakaðgerð sem hann fór í á þriðjudag. Carey birti mynd af sér á sjúkrahúsinu á Instagram-síðu sinni.

„Mér er illt en mér mun batna bráðlega. Hlutirnir geta aðeins batnað héðan í frá,“ skrifaði Carey.

Carey er fyrrum keppandi í mótorkrossi og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann leggst undir hnífinn. Árið 2003 lenti hann í slysi og braut báða fótleggi og handleggi. Í ofanálagi fékk hann blóðtappa sem dró hann næstum því til dauða. Hann þurfti þá að taka sér frí frá mótorkrossi í þrjú ár.

Sárþjáður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.