Lífið

Seinfeld sneri aftur í Super Bowl

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jerry og George í kunnuglegum aðstæðum.
Jerry og George í kunnuglegum aðstæðum.
Seinfeld-aðdáendur í Bandaríkjunum glöddust í hálfleik Super Bowl-leiksins sem fram fór í New Jersey í nótt. Auglýsing fyrir vefþætti Jerrys Seinfeld, Comedians in Cars Getting Coffee, var sett í loftið en þar mátti sjá tvo af aðalleikurum Seinfeld-þáttanna í miklum ham.

Auglýsingin birtist svo á internetinu í kjölfarið og um er að ræða hálfgerða stuttmynd, rúmlega sex mínútur að lengd. Seinfeld sjálfur og mótleikari hans, Jason Alexander, túlkuðu ógleymanlegar persónur sínar, Jerry og George í myndinni og þeir fá síðan óvænta heimsókn frá gamalkunnum „félaga“.

Stuttmyndina má sjá í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.