Lífið

Spilaði borðtennis við Schwarzenegger

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Schwarzenegger tekur sig vel út í borðtennis.
Schwarzenegger tekur sig vel út í borðtennis.
Síðhærður Arnold Schwarzenegger í borðtennis var alls ekki ekki það undarlegasta í Super Bowl-auglýsingu Bud Light sem sýnd var í nótt. Auglýsingin er bráðfyndin og var sýnd í tveimur stuttum hlutum, en er í heild sinni á internetinu.

Karlmaður sem kallar sig Ian Rapaport er dreginn í furðuveröld þar sem allir drekka Bud Light. Hann fær far með eðalvagni þar sem grínistinn Reggie Watts syngur fyrir hann og endar í lyftu með leikaranum Don Cheadle og lamadýri.

Að því loknu er hann leiddur inn í lítið herbergi þar sem Schwarzenegger skorar á hann í borðtennis áður en hljómsveitin One Republic telur í.

Fullyrt er í auglýsingunni að Rapaport sé ekki leikari og hafi ekki haft hugmynd um hvað biði hans. Auglýsinguna má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.