Lífið

Drake fær sér föður-flúr

Drake hefur fengið sér fleiri flúr.
Drake hefur fengið sér fleiri flúr. nordicphotos/getty
Kanadíski rapparinn Drake hefur fengið sér nýtt húðflúr. Um er að ræða mynd af föður hans, Dennis Graham, sem flúruð hefur verið á handlegg Drakes.

Margir þekkja faðir Drakes úr tónlisarmyndbandinu við lagið Worst Behaviour, þar sem hann valsaði um í bleikum jakkafötum.

Hins vegar lét Drake flúra á sig mynd af föður sínum sem tekin var af lögreglunni, eða svokallaða „mugshot" mynd. Um er að ræða mynd sem lögreglan tekur þegar viðkomandi er handtekinn.

Fyrir hefur Drake fjölda húðflúra og er meðal annars með mynd af tónlistarkonunni Aaliyah, ömmu sinni, mömmu sinni og frænda sínum svo dæmi séu tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.