Lífið

Aftur orðin dökkhærð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian litaði hárið sitt ljóst stuttu eftir að hún fæddi dótturina North í júní í fyrra. Nú er hún hins vegar orðin dökkhærð aftur.

„Ég er komin aftur,“ skrifaði Kim við mynd sem hún birti á Instagram-síðu sinni þar sem hún sýndi aðdáendum sínum nýja háralitinn.

Kim skipuleggur nú brúðkaup sitt og rapparans Kanye West en sögurnar segja að þau ætli að gifta sig í Frakklandi í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.