Lífið

Harry til Íslands með kærustunni

Ugla Egilsdóttir skrifar
Harry og Cressida Bonas.
Harry og Cressida Bonas.
Harry prins ætlar í frí með kærustunni Cressida Bonas til Íslands. Síðan ætla þau til Sviss á skíði. Harry hefur tilkynnt föður sínum, Karli Bretaprins, að hann elski Cressidu. Fregnir herma að Karli þyki fjölskylda Cressidu ekki samboðin konungsfjölskyldunni, og Cressida ekki efni í prinsessu.

Hann hefur áhyggjur af því að skugga beri á konungsfjölskylduna vegna fjölskylduharmleiks sem henti fjölskyldu Cressidu í janúar.



Stjúpfaðir Cressidu lést sautjánda janúar síðastliðinn. Hann hét Cristopher Shaw og var fjórði eiginmaður móður Cressidu. Cristopher er sagður hafa komið sér í einhver fjárhagsvandræði. Dánarorsök hans hefur ekki fengist staðfest, en talið er að hann hafi tekið of stóran lyfjaskammt á heimili sínu.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×