Lífið

Söngvakeppnin ekki í beinni

Ellý Ármanns skrifar
Fyrri undanúrslitaþáttur söngvakeppni sjónvarpsins var sýndur síðastliðinn laugardag. Öll lögin í keppninni voru tekin upp fyrirfram í sparnaðarskyni en kynnarnir, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Guðrún Dís Emilsdóttirvoru í beinni útsendingu og það sem fram fór í „græna herberginu“ segir Hera Ólafsdóttir verkefnastjóri keppninnar og innkaupastjóri innlendrar dagskrárdeildar RÚV.

„Við erum að senda þetta út beint úr græna herberginu. Kynnarnir og keppendur eru í beinni í sjónvarpssal en innslögin og sjálf lögin voru tekin upp fyrirfram og það var algjörlega gert í sparnarðarskyni. Okkur var gert að spara gríðarlega til að geta sent þetta út og haft þetta þrjú kvöld og þetta var eina lausnin,“ segir Hera spurð um útsendinguna.

Hvernig var þessu háttað?

„Lögin voru tekin upp á miðvikudegi og fimmtudegi, þannig að það er búið að taka upp öll lögin. Ég árétta líka að við gætum samkeppnis við upptökur. Allir fengu jafn langan tíma í flutninginn og það var ekkert klippt í lögunum. Það er ekkert verið að bæta og breyta eftir á. Þetta er eins og maður kallar – tekið upp „as live“. Flytjendur fengu að flytja lögin í nokkur skipti og velja síðan bestu útkomuna.“

Hvað með úrslitakvöldið verða lögin tekin upp fyrirfram? 

„Nei þau verða í beinni. Það verður í raun og veru með hefðbundnu sniði. 

Það var gaman að prófa þetta og flestir hafa verið nokkuð sáttir,“ segir Hera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.