Lífið

Miley Cyrus vill koma til Íslands

Miley Cyrus
Miley Cyrus AFP/NordicPhotos
Söngkonan Miley Cyrus vill koma til Íslands.

Cyrus var í viðtali við glanstímaritið W sem kom út í dag.

„Mig langar til Íslands,“ segir söngkonan í viðtalinu.

„Förum til Íslands...og mig langar til Noregs... Einhver sagði mér að birtan þar væri svo falleg,“ heldur hún áfram.

Jafnframt segir í viðtalinu að ef Cyrus kæmist til Íslands eða Noregs yrði það ekki til þess að leika sér. Og það yrði ekki í bráð, þar sem söngkonan unga verður á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Evrópu næstu mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.