Lífið

Hafnaði Hugh Hefner

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Margot Robbie hefur hafnað boði Playboy-kóngsins Hugh Hefner um að sitja fyrir í tímaritinu.

„Ég hef látið fjölskyldu mína ganga í gegnum nóg,“ segir Margot í viðtali við útvarpsstöðina The Edge. Hún sló í gegn í kvikmyndinni Wolf of Wall Street en í einu atriðinu fækkar hún fötum. Hún sér ekki eftir nektarsenunum í myndinni.

„Ég get horft til baka á fimmtugsaldrinum og séð hvað ég leit vel út,“ bætir Margot við. Hún þakkar tökuliðinu fyrir að láta sig líta vel út í myndinni.

„Ég borðaði eplaböku kvöldið fyrir tökur þannig að ekki spyrja mig um megrunarráð. Fáið ykkur bara heilt lið sem sér um að lýsa ykkur og bera á ykkur olíu og þið munið líta stórkostlega út.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.