Lífið

U2 safnaði tæpum 350 milljónum króna

Hljómsveitin U2 er góðhjörtuð.
Hljómsveitin U2 er góðhjörtuð. nordicphotos/getty
Stórhljómsveitin U2 safnaði tæpum 350 milljónum króna á 36 klukkustundum til styrktar Alþjóðlega styrktarsjóðsins gegn alnæmi, berklum og malaríu.

Sveitin safnaði féinu þegar hún gaf út sitt nýjasta lag, Invisible frítt á netinu. Fyrir hvert niðurhal á laginu gaf Bank of America einn dollara eða 115 krónur til RED samtakanna sem meðal annars Bono átti þátt í að stofna. RED samtökin nota féið í þágu góðra málefna, til styrktar Alþjóðlega styrktarsjóðsins gegn alnæmi, berklum og malaríu.

Söfnun hófst á sunnudag í kringum leikinn um Ofurskálina eða Super Bowl og á fyrsta klukkutímanum hlóðu um ein milljón manna niður laginu. Þá sagði Bono að þetta væri einnig sýnishorn af væntanlegri plötu sveitarinnar.

RED samtökin hafa frá stofnun þess safnað tæpum 29 milljörðum króna í baráttunni gegn alnæmi.

Hér má hlaða niður laginu og um leið styrkja gott málefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.