Lífið

Pharrell kemur fram á Óskarnum

Pharrell Williams skemmtir á Óskarnum
Pharrell Williams skemmtir á Óskarnum nordicphotos/getty
Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams mun syngja lagið Happy sem hann samdi og stjórnaði upptökum á, fyrir myndina Despicable Me 2 eða Aulinn ég 2 á Óskarsverðlaununum.

Lagið er tilnefnt til verðlauna sem besta frumsamda lagið en Óskarsverðlauna-hátíðin fer fram þann 2. mars næstkomandi í Dolby-leikhúsinu í Los Angeles.

Þetta er í fyrsta sinn sem hinn fertugi Williams er tilnefndur til Óskarsverðlaunanna. Fyrir skömmu vann hann Grammy-verðlaun fyrir þátttöku sína í laginu Get Lucky með Daft Punk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.